Alþingi: dregið úr hækkun fiskeldisgjaldsins

Eldiskvíar.

Meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt fram tllögu á Alþingi þar sem dregið er úr fyrirhugaðri hækkun fiskeldisgjaldsins. Gjaldið er núna 3,5% af 12 mánaða meðaltali á alþjóðlegu markaðsverði á atlantshafslaxi og fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þar sem gjaldið yrði hækkað í 5% eða um 43% hækkun í krónutölu.

Meir hluti þingnefndrinnar, sem í eru fulltrúar stjórnarflokkanna, leggur til að hækkunin verði 0,8% í stað 1,5% og ef sú tillaga nær fram að ganga verður gjaldið 4,3% og hækkar um 23%.

Í áliti meirihlutans segir að fara þurfi hægar í sakirnar en lagt er til í frumvarpinu og bendir í því sambandi á að í fyrirliggjandi drögum laga um lagareldi sem birt voru í samráðsgátt er gert ráð fyrir meiri þrepaskiptingu í gjaldtöku en fjármálaráðherra leggur til. Jafnframt bendir meiri hlutinn á að talsverður munur er á áætlaðri framleiðslu samkvæmt tölum frá MAST annars vegar og fiskeldisfyrirtækjum hins vegar. Miðað við þær tekjuáætlanir sem birtast í fjármálaáætlun sé rétt að hækka gjaldið um 0,8 prósentustig en ekki 1,5 prósentustig eins og lagt er til í frumvarpinu.

DEILA