Vegir á Vestfjörðum eru greiðfærir nema norður í Árneshrepp að sögn Vegagerðarinnar. Guðmundur Björgvinsson, verkefnastjóri segir að vegir hafi verið hreinsaðir í gær og lítið hafi snjóað. Úrkoma var mest 14. og 21 des. Aðra daga fremur lítil úrkoma en hvassviðrið aðfararnótt aðfangadags olli því að talsvert skóf og snjóflóð sem fallið hafa afleiðing þess, fremur kaldur og þurr snjór safnaðist í fleka í giljum sem hljóp fram.
Hann segir góðar horfur vera fyrir morgundaginn fram eftir degi. En spáð er vaxandi norðaustanátt seint á morgun og þá gæti færð á Dynjandisheiði spillst, einkum á gamla veginum yfir heiðina norðanverða.
Þjónusta Vegagerðarinnar er til kl. 19 á Steingrímsfjarðarheiði en til kl. 17:30 á Dynjandisheiði. Þjónustu er þó hætt fyrr á Dynjandisheiðinni ef fer að skafa en þá spillist færðin fljótt á gamla hluta vegarins.