Vísindaportið: „Þið þurfið alltaf að vera að hreyfa ykkur“

Í Vísindaportinu á morgun, föstudag , mun Unnur Árnadóttir sjúkraþjálfari flytja erindi sem nefnist „þið þurfið alltaf að vera að hreyfa ykkur“.

Erindið hefst kl 12:10 og verður í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði.

Hlekkur fyrir streymi

https://eu01web.zoom.us/j/69947471079

Undanfarin ár hefur mikið verið fjallað um lífsstílssjúkdóma og áhrif kyrrsetu á heilsu. Fjallað verður um áhrif hreyfingar á heilsu og mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega allt lífið.

Hún er fædd og uppalinn Ísfirðingur sem skrapp til Reykjavíkur 1988 til að stunda nám í Háskóla Íslands og flutti aftur heim í faðm fjalla blárra rúmum 32 árum síðar.

BSc í sjúkraþjálfun frá Háskóla íslands 1993. MSc í Heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri 2009 með áherslu á sjúkraþjálfun barna. Sérfræðileyfi frá Landlækni í barnasjúkraþjálfun 2015.
Starfsferill: Sjúkraþjálfari á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 1993-2020 (nú Ráðgjafar- og greiningarstöð). Sjúkraþjálfari hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði frá 2021.
Hefur ennfremur starfað á eftirtöldum stöðum: Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Sjúkraþjálfarinn ehf, Endurhæfing ehf.

Virkur hlaupari í 30 ár, hef komið að mörgum hlaupatengdum viðburðum ásamt því að taka þátt í ýmsum keppnishlaupum víðsvegar um Ísland og nokkrum erlendum maraþonhlaupum.
Algjör íþróttaálfur og veit ekkert skemmtilegra en að virkja eigin orku til að njóta útiveru.

DEILA