Vesturbyggð: eldisfiskur 80% af lönduðum fiski í október

Þjónustubátur siglir inn í Bíldudalshöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Landað var í októbermánuði 2.608 tonnum af eldisfiski í Bíldudalshöfn. Elfar Steinn Karlsson, hafnarstjóri segir að þessi mánuður hafi ekki verið óvenjustór, en þó í stærra lagi. Stærsti mánuðurinn á þessu ári er um 3.000 tonn.

Ekki var landað öðrum fiski í Bíldudalshöfn í mánuðinum. Í Patreksfjarðarhöfn komu 636 tonn að landi í október. Samtals var því landað 3.244 tonn í höfnum Vesturbyggðar í síðasta mánuði. Eldisfiskur var þar af 80%, en annar afli 20%.

Togarinn Vestri BA var á botnvörpu og landaði 176 tonnum eftir 3 veiðiferðir. Tveir bátar voru á línuveiðum. Patreksur BA var með 216 tonn og Agnar BA 48 tonn.

Tveir bátar voru á dragnótaveiðum. Patreksur BA landaði 88 tonnum og Esjar SH 99 tonnum.

Loks voru tveir bátar á handfærum. Sindri BA og Orion BA og voru samtals með 9 tonn.

DEILA