Vesturbyggð: 18,6 m.kr. í aflagjald af eldisfiski í október

Bátar komnir til löndurnar í Patrekshöfn snemma að morgni. Mynd: Patrekshöfn.

Í síðasta mánuði var landað 2.608 tonnum af eldisfiski í Vesturbyggð. Samkvæmt upplýsingum frá Vesturbyggð nam aflagjaldið af þeim fiski 18,6 m.kr. Annar fiskur var 636 tonn í mánuðinum og gaf hann 3,7 m.kr. Samtals var aflagjaldið til hafnarinnar 22,3 m.kr. af 3.244 tonnum af fiski.

Útreikningur á aflagjaldið af eldisfiski er samkvæmt gjaldskrá frá 2019, en þá hækkaði Vesturbyggð aflagjaldið úr 0,6% af aflaverðmæti í 0,7% auk þess að miða verð eldisfisks við Nasdaq verðvísitölu á eldislaxi. Eldisfyrirtækin samþykktu ekki þá breytingu og hefur Arnarlax ekki greitt eftir henni heldur eldri gjaldskrá. Arctic Fish hefur greitt með fyrirvara um lögmæti hækkunarinnar. Ekki liggur fyrir hversu miklu munar en 0,1% hækkunin skilar líklega um 2,7 m.kr. í október.

Á árinu eru heildaraflagjöldin kr. 152.756.506 og þar af eru 128 m.kr. vegna eldisfisks. Ætla má að um 19 m.kr. séu umdeildar.

DEILA