Ibrahima Baldé hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.
Baldé kom til Vestra fyrir tímabilið í fyrra frá EL Palo á Spáni. Hann lék 23 leiki á nýloknu tímabili og skoraði í þeim 2 mörk.
Baldé sannaði sig sem öflugur leikmaður í Lengjudeildinni og verður því spennandi að sjá miðjumanninn í Bestu deildinni á næsta ári.
Leikmennirnir Mikkel Elbæk Jakobsen og Grímur Andri Magnússon eru hættir hjá Vestra.
Mikkel Jakobsen kom frá Leikni Reykjavík fyrir tímabilið í ár og lék alls 27 leiki og skoraði í þeim 3 mörk.
Grímur Andri kom einnig fyrir nýafstaðið tímabil frá Reyni Sandgerði. Hann kom við sögu í 4 leikjum, ásamt því að skila góðu starfi við þjálfun yngri flokka félagsins.