Ungmennaþing Strandabyggðar

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ungmennaþing Strandabyggðar var haldið laugardaginn 4. nóvember síðastliðinn. 

Ungmennaþing er lýðræðislegur vettvangur þar sem öllum ungmennum í sveitafélaginu á aldrinum 14-25 ára, býðst að koma saman og ræða ýmis málefni sem brenna á ungu fólki hverju sinni og eru því umfjöllunarefni þinga ákveðin af ungmennum.

Á þessu þingi var umfjöllunarefnið kosning nýs ungmennaráðs.

Ungmenaráð eru fulltrúar á aldrinum 13-25 ára sem eru kjörnir af ungmennaþingi til tveggja ára í senn, kosið er á hverju ári og er þá annað árið kosnir þrír fullrúar og tveir það næsta.

Ungmennaráð hefur þann tilgang að gefa ungu fólki í sveitarfélaginu vettvang til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Ungmennaráð fundar reglulega og senda inn erindi og ályktanir til sveitarstjórnar. Þá hafa ungmennaráð seinustu ár staðið fyrir ýmsum viðburðum og verkefnum og tekið þátt í ýmsum fundum og ráðstefnum.

Fulltrúar ungmennaráðs eru þá áheyrnarfulltrúar í nefndum sveitarfélagsins að velferðarnefnd undanskilinni.


Nýkjörið ungmennaráð er skipað eftirfarandi fulltrúum:
Unnur Erna Viðarsdóttir – Formaður
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir – Áheyrnarfulltrúi fræðslunefndar
Þorsteinn Óli Viðarsson – Áheyrnarfulltrúi tómstunda-, íþrótta-, og menningarnefndar
Valdimar Kolka Eiríksson – Áheyrnarfulltrúi atvinnu-, dreyfbýlis-, og hafnarnefdar.
Elías Guðjónsson Krysiak – Áheyranrfulltrúi umhverfis- og skipulagsnefndar.

Varamenn:
Ólöf Katrín Reynisdóttir
Guðmundur Björgvin Þórólfsson
Kristbjörg Lilja Grettisdóttir

DEILA