Þjófnaður í Bolungarvík – GPS höttum stolið

Bolungavík.

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar þjófnað í Bolungarvík sem átti sér stað um liðna helgi.

Þýfið eru svokallaðir GPS hattar sem voru teknir voru af vinnuvélum.

Að sögn lög­regl­unn­ar hleyp­ur and­virði þess sem var stolið á mörg­um millj­ón­um króna.

Lög­regl­an gaf í gær út til­kynn­ingu þar sem óskað var eft­ir upp­lýs­ing­um um grun­sam­leg­ar manna­ferðir í Bol­ung­ar­vík frá eft­ir­miðdegi föstu­dags­ins 17. nóv­em­ber til klukk­an 21.30 að kvöldi laug­ar­dags­ins 18. nóv­em­ber.

Auk þessa hef­ur lög­regla óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um það hvort fyr­ir­tæki staðsett í Bol­ung­ar­vík og við leiðina frá Bol­ung­ar­vík út af norðan­verðum Vest­fjörðum búi yfir mynd­efni úr ör­ygg­is­mynda­véla­kerf­um sem nýst gætu við rann­sókn máls­ins.

DEILA