Þingeyri: dúkur í sundlaug ónýtur

Laugarkarið í sundlaug Þingeyrar lekur og segir í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að á einum sólarhring lækkaði vatnsyfirborð um 25 cm. og var staðan sú að ekki hafðist, undan við að halda hita á lauginni.

Ákveðið var að að láta renna sjálfkrafa niður úr lauginni, til þess að sjá hvar og hvort útrennsli myndi stoppa á einhverjum tímapunkti. Í þessari athugun hafði laugin tæmt sig, á nokkru dögum segir í minnisblaðinu.

Dúkurinn í laugarkerinu er frá byggingarári hússins 1996, þ.e.a.s. dúkurinn er 28 ára gamall. Almennt er gert ráð fyrir að endingartími sé um 20 ár. Dúkurinn er úr sér genginn og tímabært að fara í dúkskipti, dúkurinn er víða sprunginn og slitinn niður að striga.


Það sem ljóst er í þessum frumathugunum,sem AV pípulagnir framkvæmdu eru eftirfarandi:
Dúkur í laugarkeri er ónýtur og þarf að skipta um
Þarf at skipta um innrennslisstúta
Fráveitustútur mögulega í lagi.
Næstu skref er að fjarlægja dúkinn og mynda lagnir. Taka út sundlaugarker, m.t.t. sprungna og tæringar
og kostnaðarmeta framkvæmdir. Loks verðfyrirspurn til fagaðila með nýjan dúk og frágang.

Myndir: Ísafjarðarbær.

DEILA