Svæðisskipulag Vestfjarða – 120 m.kr.

Frá fjórðungsþinginu í Bolungavík í haust. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórðungssamband Vestfirðinga vinnur að því að hrinda af stað vinnu við svæðisskipulag Vestfjarða. Í áætlun sem send hefur verið út til sveitarfélaga er gert ráð fyrir að bjóða út fljótlega sérfræðivinnu og síðan að verktími verði 2 ár og ljúki með staðfestri skipulagstillögu í apríl 2026.

Hlutur sveitarfélaganna í kostnaði er áætlaður 21 m.kr. sem skiptist milli þeirra skv. íbúafjölda og munu þau reiða framlag sitt fram á þriggja ára tímabili 2024-26. Hlutur Ísafjarðarbæjar er stærstur og verður 11 m.kr. Skipulagssjóður mun greiða stóran hluta kostnaðarins, auk þess sem Sóknaráætlun fyrir Vestfirði muni legga fram fé.

Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála hjá Fjórðunssambandinu segir að verkefnið hafi verið í undirbúningi í nokkurn tíma og lagt hafi verið til hliðar fé þannig að Fjórðungssambandið eigi þegar eitthvað upp í kostnaðinn. Sveitarfélögin hafi skipað sína fulltrúa í svæðisskipulagsnefndina og framundan sé útboðið á sérfræðivinnunni.

DEILA