Stuðlabandið í Edinborgahúsinu 11. nóvember

Ein af vinsælustu hljómsveitum landsins verður með dansleik í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um aðra helgi, laugardaginn 11. nóvember frá kl 23:30 til 03:00.

Stuðlabandið er sjö manna hljómsveit frá Selfossi og kom meðal annars fram á sjómannadagsleik í sumar á Patreksfirði. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og hóf æfingar á bænum Stuðlum í Ölfusi og dregur nafn sitt af því.

Meðal laga sem hljómsveitin hefur gefið út eru: „Sumarsól“, „Nóttin er okkar“, „Kók í dós“, „Alma Dögg“, „Sýndu mér múvs“, „Hver ert þú?“ og „Andartak“

Forsala á stuðlabandid.is er hafin, verð 4.500 kr. Verð við dyr 5.500 kr.

DEILA