Sameining Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps 

Mynd af vefnum www.vestfirdingar.is. Teikning Rán Flyering.

Nú þegar fyrir liggur að sameining sveitarfélaganna hefur verið samþykkt þarf að velja sveitarfélaginu nafn og kjósa nýja sveitrstjórn.

Til greina kemur að kjósa nýja sveitrstjórn fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Vesturbyggðar og Tálknafjarðar í vor.

Hvenær nákvæmlega ræðst af forsetakosningum en sveitarstjórnarkosningar mega ekki of nærri þeim kosningum.

Ákveðið er að nýja bæjarstjórnin verði skipuð sjö fulltrúum.

Settar verða á fót fjórar heimastjórnir hver þeirr skipuð tveimur fulltrúum af viðkomandi svæði og einn bæjarfulltrúi að auki.

Heimstjórnir verða fyrir Arnarfjörð, Tálknafjörð, Patreksfjörð og sameiginlega fyrir Rauðasand og Barðaströnd.

DEILA