Á morgun, fimmtudaginn 16. nóvember opnar Rörás pípulagningaþjónusta verslun í húsnæði fyrirtækisins að að Suðurtanga 7 á Ísafirði. Opnunin verður kl 16 og eru allir velkomnir. Léttar veitingar í boði.
Að sögn Guðmundar Hjaltasonar verða til sölu verkfæri, byggingarvörur og pípulagnir, en Rörás hefur til þess ekki verið með verslun og er því að auka við þjonustuna sem veitt er.
