Orkusjóður: helmingur styrkja til Vestfjarða

Nýlega fékkst góður árangur af borun eftir heitu vatni á Drangsnesi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest tillögur stjórnar Orkusjóðs um úthlutun styrkja til verkefna um leit og nýtingu jarðhita. Um er að ræða fyrsta jarðhitaleitarátakið sem ráðist er í síðan undir lok síðustu aldar. Alls bárust 25 umsóknir, samtals að upphæð kr. 1.373 m.kr. og alls hlutu átta verkefni styrk að upphæð um 447 milljónir króna.

Í maí á þessu ári óskaði ráðherra eftir því að Orkusjóður myndi sjá um framkvæmd átaks í leit og nýtingu jarðhita árin 2023-2025  þar sem áhersla væri lögð á stuðning við verkefni sem hefðu það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:  Ísland hefur náð miklum árangri í nýtingu jarðhita til húshitunar og yfir 90% landsmanna hafa aðgang að hitaveitu. Hins vegar er það svo að við höfum verið sofandi á verðinum undanfarna tvo áratugi. Þetta er fyrsta átakið í jarðhitaleit síðan á síðustu öld og líkt og fram kom í skýrslu ÍSOR fyrr á árinu þá stendur meirihluti hitaveitna landsins frammi fyrir erfiðleikum á komandi misserum. Við höfum á undanförnum 20 árum niðurgreitt húshitunarkostnað sem nemur um 1,5 milljörðum á ári. Nú sækjum við fram í jarðhitamálum á ný.“  

háir styrkir til leitar á Ísafirði og Patreksfirði

Verkefnin sem hlutu styrk eru:

Orkubú Vestfjarða fékk styrk til þriggja verkefna til jarðhitaleitra á Ísafirði og Patreksfirði samtals 188 m.kr.

Kaldrananeshreppur fékk styrk til hitaveituvæðingar Bæjartorfunnar rúmar 25 m.kr. sem er við Bæ, Bakkagerði og nágrenni. Finnur Ólafsson, oddviti var ánægður með styrkinn og telur brýna þörf fyrir hann. Aðgerðin jafnar búsetumöguleikana. Nú fer fram í vetur greining og hönnunarvinna með það í huga að hægt verði að hefja framkvæmdir næsta sumar.

Góður árangur varð í sumar af borun á Drangsnesi eftir frekara heitu vatni og er hitaveita Drangsnes aflögufær til frekari stækkunar.

DEILA