Matvælastofnun varar við neyslu á ABC jelly straws sem Lagsmaður efh. flytur inn vegna ólöglegra aukefna E410 og E407 sem eru hleypiefni.
Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Stórir sælgætisbitar úr seigu hlaupi geta valdið köfnun.
Innköllunin á við allar best fyrir dagsetningar.