Ný veður­stöð á Patreks­höfn

Patrekshöfn.

Patreks­höfn segir frá því á vefsíðu Vesturbyggðar að tekin hafi verið í notkun ný veður­stöð.

 

Stöðin gerir veðuraðstæðum í höfninni góð skil og hægt að nálgast upplýsingar á vefslóð stöðvarinnar. Stöðin mælir einnig sjávarhæð og því hægt að fylgjast með sjávarföllum í ofanálag. Vænst er til þess að upplýsingar sem stöðin veitir verði sjómönnum til góða sem og þeim sem hafa á málefninu sérstakan áhuga.

Til upplýsinga að þá var staðan þannig þegar þessi frétt var skrifuð þann 09.11.2023 klukkan 13:30 að vindurinn blés úr ANA 65° og vindraði 6 m/sek og 10 m/sek í hviðum. Loftþrýstingur var 1009 hPa og sjávarhæð 1.66 m.

Þar sem reynslutímanum er lokið og vel hefur tekist til er í undirbúningi að setja upp samskonar veðurstöð á Bíldudalshöfn. 

DEILA