Ný rannsókn Rorum: fiskeldi hefur ekki áhrif á fugla

Rannsóknarfyrirtækið Rorum hefur birt niðurstöður rannsókna fiskeldis á fuglalíf í Berufirði á Austfjörðum. Rannsóknin var gerð fyrir fiskeldi Austfjarða og fór fram frá apríl 2021 til mars 2022.

Fuglalíf á Berufirði var kannað í samstarfi Rörum og Náttúrustofu Austurlands (NA) vegna fyrirhugaðs flutnings og stækkunar laxeldissvæða í firðinum. Markmið könnunarinnar var í fyrsta lagi að telja og lýsa útbreiðslu fjögurra áherslu tegunda; flórgoða, himbrima, straumanda og dugganda og í öðru lagi að lýsa fuglalífi á svæðinu, einkum að vetri til.

Niðurstöðurnar fyrir þær fjórar tegundir sem áhersla var lögð á sýna allar svipaðar breytingar í fjölda innan ársins þar sem flestir fuglar fundust að vetri.

Í niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar segir:

„Fiskeldi hefur verið starfrækt í Berufirði síðan 2002 og fór vaxandi til 2015 en hefur síðan þá verið nokkuð stöðugt. Áhrif eldis á fugla gætu verið breytingar á stofnstærð þeirra, annað hvort til minnkunar eða aukningar. Ef eldið hefði bein áhrif mætti búast við fjölgun eða fækkun í fuglastofni á tímabilinu 2002-2015, en stöðugum stofni eftir það. Engin þeirra fjögurra tegunda sem áhersla var lögð á sýnir slíkar breytingar.“ og ennfremur:

„Í stærra samhengi sýna niðurstöður fuglatalninganna hvergi aukningu í stofnstærð en benda frekar til
þess að fækkun hafi orðið síðustu ár í þremur tegundum af fjórum sem áhersla var lögð á. Aðeins stofn himbrima virðist nokkuð stór. Ekki verður þó séð að niðurstöðurnar um breytingar á fjölda fugla megi rekja til fiskeldis.“

Lokaorð skýrslunnar eru. „Í ljósi þeirra niðurstaðna sem nú liggja fyrir verður þó að telja ólíklegt á fiskeldi hafi áhrif á dreifingu, himbrima, straumandar og duggandar á Berufirði.“

Skýrsluhöfundar eru

Hálfdán H. Helgason
Halldór W. Stefánsson
Kristján Lilliendahl
Þorleifur Eiríksson

DEILA