Marzellíus Sveinbjörnsson hættur hjá Ísafjarðarbæ

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður Fasteigna Ísafjarðarbæjar og fyrrverandi bæjarfulltrúi er hættur og er nafn hans ekki lengur á lista yfir starfsmenn Ísafjarðarbæjar. Ekkert hefur verið tilkynnt um starfslokin.

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs staðfestir að Marzellíus sé ekki lengur við störf. Fasteignum í eigu bæjarns hafi fækkað talsvert á síðustu misserum og ekki lengur þörf fyrir heilan starfsmann við þá umsýslu. Starfið hafi því verið lagt niður.

Arna Lára Jónsdótti, bæjarstjóri og Axel Överby, sviðsstjóri hafa ekki enn svarað fyrirspurnum Bæjarins besta um málið. Þá hefur Marzellíus Sveinbjörnsson ekki heldur svarað.

Fer tvennum sögum af því hvernig málavextir eru og ber nokkuð á milli. Sagðar verða frekari fréttir af málinu þegar svör hafa borist.

DEILA