Mowi um Tálknafjörð: stjórnvöld og regluverkið of seinvirk

Eldiskvíar í Tálknafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Berglind Helga Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir að lúsatölur hafi verið lágar í Tálknafirði í vor og verið sé að leita skýringa á því hvers vegna lúsinni fjölgaði skyndilega svo sem raun ber vitni. Stofnunin muni gefa út skýrslu um málið svo fljótt sem unnt er.

Um málið er rætt í norskum fjölmiðlum í dag. Á fréttavefnum iLaks.no er rætt við Ola Helge Hjetland samskiptastjóra Mowi, sem á 51% í Arctic Fish. Hann segir að þetta geti gerst i allri matvælaframleiðslu en sé samt óásættanlegt. Hann bætir því við að regluverkið á Íslandi sé þannig að fyrirtækin geti ekki i tíma brugðist við með viðunandi hætti. Það taki of langan tíma að fá samþykki yfirvalda og á meðan fari ástandið úr böndum. Hjetland segir að stjórnvöld og fyrirtækin verði að vinna saman að því að koma á reglum sem duga til þess að halda lúsafjölda innan markaá hverjum tíma.

DEILA