Mjólkurkvóti: verðið 300 kr/lítra

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1.nóvember. Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 389 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 300 kr./ltr.

Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.048.500 lítrar að andvirði 314.550.000,- kr. þar sem verðið er jafnvægisverðið í tilboðinu 300 kr/lítra.

Framboð var mun meira en eftirspurn. Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 3.287.023 lítrar en greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 1.600.500 lítrar.

Þeir framleiðendur sem vildu selja kvóta á hærra verði en jafnvægisverð seldu ekkert og þeir sem vildu kaupa á lægra verði en jafnvægiverði fengu ekkert til kaups.

DEILA