Mjög vel sótt Byggðaráðstefna í Reykjanesbæ

Vel á sjötta hundrað manns fylgdust með streymi frá byggðaráðstefnunni sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ um búsetufrelsi síðasta fimmtudag og á annað hundrað sátu ráðstefnuna. 

Það voru Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbær sem stóðu að ráðstefnunni.

Góður rómur var gerður af erindum sem þarna voru flutt um búsetufrelsi, byggðafestu, búferlaflutninga, aðgang að fjarnámi á háskólastigi, óstaðbundin störf, reglur um skráningar lögheimilis og lýðfræðilegar áskoranir sveitarfélaga svo nokkur séu nefnd. 

Byggðaráðstefnur hafa verið haldnar á tveggja ára fresti þar sem helstu sérfræðingar í málaflokknum eru fengnir á einn stað til að miðla nýjasta fróðleik um það sem snýr að byggðarannsóknum. 

DEILA