Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur efnir til útgáfufagnaðar vegna útgáfu bókarinnar Menning við ysta haf. Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda. Haldið Auðarsal í Veröld, 15. nóvember kl. 16:00 ̶ 18:00.
Þegar spáð er í íslenska bókmennta- og menningarsögu má sjá hvernig mörg merkisverk íslenskra bókmennta eiga rætur sínar að rekja til Vestfjarða og Stranda. Markmiðið með útgáfunni á greinasafninu Menning við ysta haf er að skapa samræðu um þetta efni og kortleggja um leið þó ekki væri nema brot af þeim handritum og bókmenntaverkum sem rísa úr djúpinu frá miðöldum til okkar tíma. Útgáfan er lokahluti verkefnisins Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða (2017–2021) og byggir að hluta á erindum sem flutt voru á Hrafnseyri og á málþingum í Edinborgarhúsinu og Safnahúsinu á Ísafirði. Tilurð verkefnisins hvílir á sumarnámskeiði Íslenskudeildar Manitoba-háskóla á Vestfjörðum (2007 ̶ 2015) og samstarfi deildarinnar í því efni við Háskólasetur Vestfjarða. Verkefnið hefur notið stuðnings prófessorsembættis Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands sem Guðmundur Hálfdánarson gegnir og hann skrifar formála bókarinnar.
Greinarhöfundar bókarinnar eru rithöfundar og fræðimenn frá Íslandi, Kanada og Danmörku, og ritstjórar þau Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason.
Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Útgáfan er styrkt af prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar, Sjóði Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli, Miðstöð íslenskra bókmennta og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.
Dagskrá:
Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor við HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, stýrir viðburðinum.
- 16:00 ― Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, býður gesti velkomna
- 16:05 ― Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við HÍ, segir fáein orð um verkefnið
- 16:15 ― Ármann Jakobsson, forseti HÍB og prófessor við HÍ, segir fáein orð um útgáfuna
- 16:20 ― Ritstjórar bókarinnar, þau Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur við HÍ og Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð, segja fáein orð um tilurð útgáfunnar.
- 16:30 ― Eftirfarandi greinarhöfundar reifa sitt efni í fáum orðum:
– Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld
– Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur og útgefandi
– Guðrún Elsa Bragadóttir, aðjúnkt og fagstjóri fræða við Kvikmyndalistadeild LHÍ
– Dustin Geeraert, fræðimaður og kennari við námsbrautir ensku og íslensku við Manitoba háskóla
– Christopher Crocker, fræðimaður og þýðandi
– Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor við Háskóla Íslands
– Þórunn Sigurðardóttir, rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
– Johnny Lindholm, ritstjóri við Ordbog over det norrøne prosesprog, Kaupmannahafnarháskóla
– Viðar Hreinsson, sérfræðingur í umhverfisvísindum við Náttúruminjasafn Íslands
– Bergljót Kristjánsdóttir, prófessor emerita við Háskóla Íslands - 17:30 ― Sálmur Önnu Þorvaldsdóttur, Heyr þú oss himnum á, saminn árið 2005 við sálm séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði, í flutningi átta radda
- 17:35 ― Veitingar.