Kvikmyndin Endurgjöf eftir Önfirðinginn Einar Þór Gunnlaugsson í sýningu

Heimildamyndin „Endurgjöf“ (Feedback) eftir Einar Þór Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði fór í almennar sýningar 1. nóvember sl í Bíó Paradís í Reykjavík. Framleiðandi er Passport Miðlun ehf.

Myndin segir frá kennaraverkföllum á Íslandi til aldamóta. Einnig er sagt frá BSRB verkfallinu stóra 1984 í stuttu máli en meginmál myndar eru verkföll kennara til 1995.

„Endurgjöf“ er seinni mynd Passports um verkföll á sl. öld og er hún systurmynd „Korter yfir sjö“ (2021), sem segir frá verkfallinu mikla 1955. Myndirnar eru því áþekkar og að mestu sama kvikmyndagerðarfólkið sem að þeim unnu auk sömu handritshöfunda.

Kvikmyndagerð myndanna tveggja og uppbygging er þó ólík og efnistök, þar sem frásögnin byggir þó nokkuð á fréttatengdu sjónvarpsefni í „Endurgjöf“ og rekur sögu fjölda verkfall sem tengjast innbyrðis. Í myndinni eru því sprettir sem líkja má við að horfa á sjónvarp á árunum 1980 til 1995.

Þá er rakin þróun stjórnmála og upphaf internetnotkunar á Íslandi á 9. og 10. áratugum sl aldar og áhrif þeirra á menntun og skólastarf.

Í kynningartexta með myndinni segir m.a.: Regluleg kennaraverkföll í nærri fjóra áratugi er mörgum kynslóðum í fersku minni þegar daglegt líf um fjórðung þjóðarinnar raskaðist og líf nemenda tók nýja stefnu á meðan þjóðfélagsátök einkenndust af baráttu við efnhagssveiflur. Orð var haft á að sökum tíðra kennaraverkfalla hafi „hver kynslóð átt rétt á sínu kennaraverkfalli“, en mörg dæmi eru um að nemendur hafi leitað á nýjar slóðir þegar kennsla féll niður svo vikum skipti og „fundið sig“ á nýju starfsvettvangi eða í nýju námi. „Endurgjöf“ segir einnig frá áhrifum þjóðarsáttarinanr1990 á kjaramálaumræðuna á tímabilinu.

Leikstjórn: Einar Þór Gunnlaugsson

Handrit: Sigurður Pétursson/Einar Þór Gunnlaugsson

Kvikmyndataka: Birta Rán Björgvinsdóttir

Hljóð: Jón Atli Magnússon

Tónlist: Einar Sverrir Tryggvason

Samsetning: Jóhannes Jónsson

Hljóðmix: Gunnar Árnason

DEILA