Kubbur: 3000 tonn af sorpi við Djúp

Funi í Skutulsfirði. Mynd: Kubbur.

Kubbur ehf á Ísafirði er eitt af stærri fyrirtækjum landsins í endurvinnslu og er með starfsemi víða um land so sem í Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum og Kirkjubæjarklaustri. Að sögn Sigurðar Óskarssonar eru um 45 starfsmenn hjá fyrirtækinu þar af 16 á Ísafirði. Fyrirtækið annast sorphirðu við Djúp og safnar um 3.000 tonnum á ári frá heimilum og fyrirtækjum.

Moltumóttaka er við Funa og telur Sigurður að um 15 – 20% af sorpi frá heimilunum sé lífrænt og það sé um 150 tonn á ári. Moltan er ekki nýtt og er því blandað timbri í hana og farið með í landmótun í Dagverðardal. Þar er sveitarfélagið með landmótunarleyfi á óvirkum úrgangi. Það er úrgangur sem breytist ekki verulega líf-, efna- eða eðlisfræðilega og hefur ekki skaðleg áhrif á umhverfið, t.d. múrbrot, gler, og moltu að því er Axel Överby sviðsstjóri hjá Ísafjarðarbæ segir.

DEILA