Íslenska tímarannsóknin árið 2023

Hagstofa Íslands framkvæmir þessa dagana tímarannsókn í fyrsta sinn á Íslandi en tímanotkunarrannsóknir mæla hvernig fólk ver tíma sínum.

Rannsóknin beinist að deginum öllum og er horft til þess hversu miklum tíma fólk ver í ólíkar athafnir en þátttakendur eru beðnir um skrá tímanotkun sína í tvo daga

Markmiðið með könnuninni er þannig að varpa ljósi á það með hvaða hætti fólk ver tíma sínum í samanburði við önnur Evrópuríki. Ekki síst með tilliti til hlutdeildar fólks í ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum eftir kyni.

Á næstu dögum verður rannsóknin lögð fyrir þátttakendur sem svara spurningalista á netinu, en þeir hafa verið valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá.

DEILA