Ístækni ehf hefur gert samkomulag um kaup á tækjum og öðrum framleiðslubúnaði Skagans 3X á Ísafirði. Ístækni mun hefja starfsemi þann 1. desember n.k. að Sindragötu 7 á Ísafirði.
Um næstu áramót mun Vélsmiðjan Þristur ehf á Ísafirði sameinast Ístækni. Sameinað fyrirtæki mun sérhæfa sig í hönnun og framleiðslu á búnaði og tækjum fyrir sjávarútveg, laxeldi og annan matvælaiðnað. Auk nýsmíði mun fyrirtækið bjóða upp á viðgerðar- og viðhaldsþjónustu.
Í byrjun munu starfsmenn Ístækni verða 12, en mun fjölga í rúmlega 20 í byrjun næsta árs. Framkvæmdastjóri Ístækni ehf er Jóhann Bæring Gunnarsson véliðnfræðingur.