Ísafjarðarbær: vill framlengja samning við Act alone

Fræa Act alone hátíðinni.

Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun þriggja ára samnings við Act Alone um styrk til að halda einleikshátíðina og gildi framlengdi samningurinn fyrir árin 2024-2026.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman í dag og verður málið tekið til afgreiðslu á fundinum.

Í gildi er samningur sem gerður var 2021 fyrir árin 2021-2023 um 700.000 kr. árlegan styrk til hátíðarinnar.

Samningsfjárhæðin verður óbreytt.

Markmið samningsins er að efla og glæða áhuga bæjarbúa á leiklist og auðga menningarlíf í
Ísafjarðarbæ, auk þess að efla enn frekar leiklistarhátíðina Act alone sem haldin er á Suðureyri að sumarlagi.

Ísafjarðarbær leggur til starfskrafta starfsmanna þjónustumiðstöðvar við fegrun og snyrtingu umhverfis Suðureyrar, u.þ.b. viku fyrir hátíðina. Felst vinnuframlagið í því að sópa götur, tæma ruslafötur, slá gras á opnum túnum og hreinsa beð. Í kjölfar hátíðarinnar verða ruslafötur tæmdar aftur.
Ísafjarðarbær leggur hátíðinni til, til láns, fánastangir og útisvið ef þörf krefur, og leggur jafnframt til starfskrafta starfsmanna þjónustumiðstöðvarinnar.

DEILA