Ísafjarðarbær: milljarður kr. í framkvæmdir

Sundahöfn. Dýpkunarskipið siglir framhjá skemmtiferðaskipi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tillaga að fjárfestingum Ísafjarðarbæjar næsta árs hefur verið lögð fram í bæjarstjórn. Lagt er til að verja 965 m.kr. til framkvæmda. Til viðbótar kemur framlag ríkisins 423 m.kr. og 30 m.kr. sem innheimt verða í gatnagerðargjöld. Samtals er gert ráð fyrir að framkvæma fyrir 1.420 m.kr. á næsta ári.

Hafnir Ísafjarðarbæjar áforma framkvæmdir fyrir 535,4 m.kr. og að hlutur ríkisins verði 125,4 m.kr. Framkvæmdir við snjóflóðamannvirki verða 300 m.kr. og greiðir Ofanflóðasjóður þar af 270 m.kr. Framkvæmdir við fráveitu eru áætlaðar 143 m.kr. og 117,5 m.kr. við íþróttamannvirki. Til húsnæðis verður varið 69 m.kr. og 67 m.kr. til gatnakerfis. Til skólahúsnæðis 29,5 m.kr. Til vatnsveitu fara 65 m.kr., 10 m.kr. í þjónustuíbúðir og 15 m.kr. í Funa.

Greinargerð með fjárhagsáætluninni hefur ekki verið lögð fram og segja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bókun að erfitt sé þess vegna að taka fjárhagsáætlunina til fyrri umræðu. Telja þeir að lækka þurfi rekstrarkostnað og fjárfestingar um 300 m.kr. svo ekki þerfi að koma til þess að taka lán.

DEILA