Hrútaskrá

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2023-2024 er komin á vefinn en prentaða útgáfan er væntanleg í lok vikunnar/byrjun þeirrar næstu.

Að þessu sinni standa 48 úrvalshrútar til boða í komandi sæðingavertíð en útsending sæðis mun hefjast þann 1. desember nk. og standa til 20. desember nk.

Af þessum 48 hrútum eru 27 hyrndir, 16 kollóttir, 2 feldfjárhrútar og loks 3 forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna 31 hrút sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð en vegna breyttra áherslna m.t.t. til riðuarfgerða er endurnýjun meiri en áður.

Allir sauðfjárræktendur ættu að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum.

Margir hafa komið að gerð hrútaskráarinnar. Lýsingar og umsagnir hrúta hafa skrifað þeir Árni Brynjar Bragason, Fanney Ólöf Lárusdóttir og Eyþór Einarsson. 

DEILA