Um helgina verður haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins. Fundurinn er haldinn í Vík í Mýrdal.
Formaður og varaformaður flokksins flytja yfirlitsræður á fundinum og má fylgjast með þeim í beinu streymi á facebook. Að þeim loknum og ræðu ritara flokksins verða almennar umræður.
Lagðar verða fram skýrslur og afgreidd stjórnmálaályktun.
