Hafísinn norður af landinu hefur þokast aðeins nær og var í morgun (29.11.2023 kl. 07:50) í 23 sjómílna fjarlægð norður af Hælavíkurbjargi.
Gervitunglamyndin, sem kortið byggir á, náði aðeins yfir austasta hluta svæðisins og því er ísbreiðan, eins og hún var þann 27.11. s.l. höfð með á kortinu en í öðrum lit.
Næstu daga verða norðaustanáttir ríkjandi á svæðinu og því ólíklegt að ísinn verði til vandræða nær landi.
Einnig hefur mátti sjá nokkra borgarísjaka, bæði innan og utan ísbreiðunnar.