Fiskeldi: góð sátt í Bolungavík um aflagjald

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavíkurkaupstað. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík segir að dómur Héraðsdóms Vestfjarða í gær, sem dæmdi að innheimta aflagjalda af eldisfiski væri ólögmæt, hafi engin áhrif í Bolungavík.

Aðilar hafi heimild til þess að semja og samningur sé í gildi milli Bolungavíkurkaupstaðar og Arctic Fish þar sem greitt sé aflagjald af eldisfiski. Önnur fiskeldisfyrirtæki hafi greitt samkvæmt þessum samningi og Jón Páll segir engin vandkvæði né ágreining vera á innheimtunni og góða sátt ríkja um samninginn.

Jón Páll Hreinsson segist horfa björtum augum til frekari uppbyggingar fiskeldisins á Vestfjörðum.

DEILA