Evrópumerkið: íslenskuvænt samfélag

Evrópumerkið sem Átakið “Gefum íslensku séns” á vegum Háskólaseturs Vestfjarða er viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og kennslu. Á vef Rannís segir að veiting Evrópumerkisins sé í samræmi við stefnumörkun Hvítbókar Evrópusambandsins um menntamál (Teaching and Learning, Towards the Learning Society) þar sem áhersla er meðal annars lögð á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir íbúa í löndum Evrópusambandsins og færni í þremur tungumálum sett fram sem markmið.

Verkefnið Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag frá Háskólasetrinu á Vestfjörðum hlaut viðurkenninguna í ár og hlutu þau 500.000 kr. í verðlaunafé.

Dómnefnd var skipuð fulltrúum frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Menntavísindasviði Háskóla Íslands og frá Samtökum tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Rannís sér um umsýslu verkefnisins.

Kynna má sér nánar um verkefnið í þessu myndandi:

Evrópumerkið 2023: Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag – YouTube

DEILA