Efla á samfélagið í Dalabyggð

Starfshópinn um Dalabyggð skipa þau Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Halla Steinólfsdóttir, bóndi og Sigurður Rúnar Friðjónsson formaður hópsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem er falið það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra um framgang þeirra mála í Dalabyggð, sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið.

Eiga tillögur starfshópsins m.a. að snúa að jarðhitaleit, aukinni orkuöflun og flutningskerfi raforku. Jafnframt verði hugað að stofnun þjóðgarðs á svæðinu, minjavernd, eflingu hringrásarhagkerfisins og grænni atvinnuuppbyggingu.

Starfshópinn skipa: Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður, Halla Steinólfsdóttir, bóndi, og Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.

Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu mun starfa með hópnum.

Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 15. mars 2024.

DEILA