Laugardagur 26. apríl 2025

Bolungarvík – Ráðlegt að sjóða neysluvatnið

Auglýsing

Niðurstaða vatnsmælinga Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í Bolungarvík sem tekin voru fyrir helgi reyndist vera á þann veg að neysluvatn stenst ekki kröfur skv. neysluvatnsreglugerð nr 536/2001.

Starfsfólk vatnsveitu Bolungarvíkur hefur þegar gripið til aðgerða, yfirfarið allan búnað, skipt út perum í geislatæki og kannað hvort einhver möguleiki sé á að utanaðkomandi smit hafi átt sér stað í vatnslögnum bæjarins.

Ný vatnssýni hafa verða tekin og má vænta niðurstöðu úr þeim á miðvikudag. Þangað til er fólki ráðlagt, sem varúðarráðstöfun, að sjóða drykkjarvatn.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir