Bók um Fornahvamm í Norðurárdal

Fornihvammur er sögufrægur áningarstaður á leiðinni yfir Holtavörðuheiði.

Saga þessa merka staðar að fornu og nýju er hér rakin allt til ársins 1977 þegar byggð lagðist af.

Faðir hennar Gunnar Guðmundsson var lengi staðahaldari í Fornahvammi en í bókinni er m.a. viðtal við hann sem Jökull Jakobsson skáld skrifaði á sínum tíma.

Höfundurinn María Björg Gunnarsdóttir sem ólst sjálf upp í Fornahvammi þekkir af eigin raun sögu þessa merka áfangastaðar á ferðlögum landans um fjallveginn á milli norðurs og suðurs.

Bókina skreyta margar myndir og er m.a. sagt frá dýralífinu á heiðinni en María Björg er mikil áhugakona um sportveiðar og ljósmyndun.

DEILA