Björgunarfélag Ísafjarðar (BFÍ) var stofnað árið 1998 þegar Einherjar, Hjálparsveit skáta Ísafirði og Björgunarsveitin Skutull á Ísafirði var sameinað.
Fljótlega var fjárfest í Guðmundarbúð og hafa þónokkrir gallharðir félagar lagt gífurlega vinnu í að innrétta húsnæðið eins og það er í dag.
Í tilefni afmælisins er boðið í afmæliskaffi í Guðmundarbúð á laugardag frá kl. 14:00 – 17:00 og gestum gefst tækifæri til að skoða húsnæðið, tæki og búnað og kynnast starfi félagsins.