Andlát: Guðni Geir Jóhannesson

Guðni Geir Jóhannesson.

Guðni Geir Jóhannesson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ lést á föstudaginn á Höfða á Akranesi. Hann var fæddur 1947 á Ísafirði. Guðni Geir sat i bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn frá 1998 til 2007 er hann flutti til Selfoss. Guðni Geir var formaður bæjarráðs um árabil, formaður hafnarstjórnar og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga 2002-2006.

Hann var einnig umsvifamikill í atvinnulífi Ísfirðinga um tíma í gegnum eignarhaldshlutafélagið G7 og átt m.a. meirihluta í rækjuverksmiðjunni Miðfell.

Eftirlifandi eigankona Guðna Geirs er Margrét Jónsdóttir frá Ísafirði, áttu þau tvö börn saman og sex börn samtals.

DEILA