Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu verður lögð fram sem þingsályktunartillaga á Alþingi á næstu dögum. Ráðherranefnd um málefni íslenskrar tungu kynnti á dögunum tillögur sínar að alls 19 aðgerðum sem miða að því að styrkja stöðu tungumálsins til framtíðar.

Nefndin var sett á laggirnar í nóvember 2022, að tillögu forsætisráðherra. Henni er ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast.

Auk forsætisráðherra eiga menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fast sæti í nefndinni.

Yfirlit yfir aðgerðir:

1. Starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur samhliða vinnu
2. Bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur.
3. Virkjun Samevrópska tungumálarammans.
4. Fjarnám í íslensku á BA-stigi.
5. Sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli.
6. Háskólabrú fyrir innflytjendur.
7. Viðhorf til íslensku.
8. Mikilvægi lista og menningar.
9. Aukin talsetning og textun á íslensku.
10. Íslenskugátt
11. Öflug skólasöfn.
12. Vefgátt fyrir rafræn námsgögn.
13. Samræmt verklag um móttöku, kennslu og þjónustu.
14. Efling íslenskuhæfni starfsfólks í leik og grunnskólum og frístundastarfi.
15. Samþætting íslensku og erlendra móðurmála á fagtengdum grunnnámskeiðum
16. Framtíð máltækni.
17. Íslenska handa öllum.
18. Íslenska er sjálfsagt mál.
19. Starfsþróun og hæfni þeirra sem kenna íslensku sem annað mál.

DEILA