Í Vísindaporti föstudaginn 20. október fjallar Svanlaug Másdóttir um líffæragjöf, nánar tiltekið nýrnagjöf. Þetta er persónuleg umfjöllun um hvernig það er að gefa líffæri, ferlið sem fólk þarf að fara í gegnum og tilfinningin að gefa líf.
Svanlaug Björg Másdóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Þriggja barna móðir og starfar sem öldrunarfulltrúi hjá Ísafjarðarbæ.
Vísindaportið hefst 12.10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða.
Erindinu er einnig streymt og er hlekkurinn : https://eu01web.zoom.us/j/69947471079