Viltu vera almannakennari?

Húsnæði Vestfjarðastofu á Ísafirði.

Viltu vera almannakennari? Hvað er almannakennari? Hvað gerir almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari?
Þessum spurningum verður reynt að svara í hádeginu 26. október í Háskólasetri Vestfjarða í gegnum stuttan fyrirlestur og spjall. Lykilspurningin í öllu þessu er hvað samfélagið geti gert til að auka hvata til að læra íslensku og tækifæri fólks til þess að æfa. Málið gengur nefnilega í báðar áttir.

Fyrirlesturinn er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, íslenskunámskeiða.

DEILA