Jafnréttisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt stafrænu ráðstefnuna Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun þann 12. október síðastliðinn.
Þar fengu viðurkenningu þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlufall í framkvæmdastjórnum.
Í ár var það metfjöldi eða 89 viðurkenningarhafar. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til fimmtíu og sex fyrirtækja, ellefu sveitarfélaga og tuttugu og tveggja opinberra aðila úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði.