Vestfjarðastofa: Hafsjór af hugmyndum

Hafsjór af hugmyndum hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunar og skapa tengsl háskólanema og fyrirtækja í gegnum samstarf. Að baki því standa Sjávarútvegsklasi Vestfjarða sem veitir háskólanemum í grunn- eða framhaldsnámi við íslenska háskóla styrki til gerð lokaverkefna, auk Vestfjarðastofu, sem leggur til starfsfólk verkefnisins. Einnig má leita til fyrirtækja innan sjávarútvegsklasans um allra handa samstarf við gerð lokaverkefnanna, hvort sem það er í formi upplýsingagjafar, aðstöðu eða aðfanga. Lokaverkefnin ættu að hafa það að markmiði að skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindum eða efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Hægt er að vinna verkefni út frá tveimur útgangspunktum. Nemarnir geta sjálfir lagt upp með eigin hugmynd eða unnið að fyrirfram mótuðum hugmyndum frá fyrirtækjum innan sjávarútvegsklasans.

Styrkirnir eru hugsaðir til að greiða fyrir rannsóknarkostnað, hvort sem það er vegna sýnatöku, mælinga, viðtala eða annars sem viðkemur rannsókninni með beinum hætti.

Matshópur á vegum Hafsjós af hugmyndum mun velja úr innsendum umsóknum.

Valin verða 5-8 lokaverkefni sem hljóta styrk á bilinu 250.000-750.000 kr. eftir umfangi.

Skilafrestur er 15. nóvember 2023.

Nánari lýsing og umsóknareyðublöð
Hafsjór af hugmyndum háskólaverkefni 2023 – Upplýsingar
Umsóknareyðublöð háskólaverkefni 2023 – Application form 

Verkefnið er hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu. 

DEILA