Þátttaka 60 ára og eldri í sjálfboðaliðaverkefnum í náttúruvernd

Umhverfisstofnun tekur þátt í alþjóðlegu ERASMUS+ verkefni sem kallast Grey4Green.

Verkefnið hófst í ársbyrjun 2023.

Grey4Green snýst um að þróa sjálfboðaliðaverkefni í náttúruvernd meðal fólks sem er eldra en 60 ára.

Markmiðið er að efla þennan aldurshóp til virkrar þátttöku í umhverfismálum og stuðla í leiðinni að félagslegum og persónulegum vexti.

Verkefnið er að fara af stað á Íslandi og fyrsti liðurinn er að kanna áhuga fólks og fá hugmyndir að verkefnum. Það er gert með því að fara inn á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

DEILA