Sveitarstjóri Tálknafjarðar: sækir um starf forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.

Tólf umsækjendur eru um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Skipað verður í embættið frá 1. mars 2024. Meðal umsækjenda er Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Einnig er meðal umsækjenda Þröstur Óskarsson, fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Einnig voru birt í gær nöfn þeirra sem sóttu um forstjóraembætti við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fjórar umsóknir bárust um það. Þar af eru þrír umsækjenda búsettir á Vestfjörðum, einn á Patreksfirði og tveir á Ísafirði.

DEILA