Strandveiðar 2023 – 10 aflahæstu 

Patreksfjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Landsamband smábátaeigenda hefur tekið saman tölur um strandveiðar 2023.  

Þar eru birtar tölur um 10 aflahæstu bátana á hverju svæði fyrir sig  og fjöldi róðra.  

Jafnframt er birt yfirlit frá 2018 þar sem fram kemur fjöldi báta og landanir, aflatölur og meðaltöl.  

Þá inniheldur skráin verð á þorski og ufsa á fiskmörkuðum á þeim tíma sem strandveiðar stóðu yfir.

Aflahæstir á svæði A árið 2023

7531 Grímur AK 1 48.032 Kg 26 róðrar
7485 Valdís ÍS 889 31.781 Kg 28 róðrar
7214 Stormur SH 33 30.841 Kg 25 róðrar
2045 Guðmundur Þór NS 121 30.828 Kg 30 róðrar
6395 Sædís AK 121 30.158 Kg 29 róðrar
2871 Agla ÁR 79 30.014 Kg 30 róðrar
7419 Hrafnborg SH 182 29.713 Kg 26 róðrar
2786 Kóni SH 57 29.106 Kg 30 róðrar
1803 Stella SH 85 28.051 Kg 28 róðrar
7533 Heppinn AK 31 27.834 Kg 28 róðrar

Strandveiðum hafa aldrei staðið jafn stutt og á sl. sumri, lokadagur 11. júlí.  

Hámarksfjöldi róðra sem hægt var að ná útfrá almanaki voru 30, en árið 2022 voru þeir 36 en það ár var síðasti dagur strandveiða 21. júlí. 


Lokadagur
Hámarksfjöldi strandveiðidagaRóðrar að meðaltali
201831. ágúst48 róðrar27,3 róðrar
201931. ágúst48 róðrar25,7 róðrar
202018. ágúst46 róðrar26,9 róðrar
202119. ágúst46 róðrar26,9 róðrar
202221. júlí36 róðrar23,6 róðrar
202311. júlí30 róðrar19,9 róðrar

Nánar um þetta á smabatar.is

DEILA