Smábátar: Arthúr endurkjörinn formaður

Frá aðalfundi Landssambandi smábátaeigenda. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Arthús Bogason var endurkjörinn formaður landssambands smábátaeigenda á aðalfundi samtakanna sem haldinn var um helgina.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra átti að ávarpa fundinn en vegna fundahalda afboðaði hún sig á síðustu stundu og flutti Kári Gautason, aðstoðarmaður hennar ávarpið fyrir hennar hönd.

Meðal ályktana fundarins má nefna að lagst er gegn kvótasetningu grásleppuveiða. Samtökin krefjast þess að grásleppuveiðimönnum og konum verði heimilt að sleppa lífvænlegum þorski við grásleppuveiðar. Bent er á að það fyrirkomulag gildir um grásleppu sem kemur í þorskfisknet og einnig um lúðu, hlýra og blágómu í önnur veiðarfæri.

Landsamtök smábátaeigenda leggja til að leyfilegur heildarafli á grásleppu miðist ávallt við útgefna ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hverju sinni. Langsótt mat á markaðsaðstæðum verði ekki notað.

Þá er hvatt til þess að unnið verði að stofnun leigupotts með stjórnvöldum til betra aðgengis við grásleppuveiðar vegna meðafla.

DEILA