Sjávarútvegur: hagnaður 84 milljarðar króna í fyrra

Hagnaður í sjávarútvegi varð í fyrra 84 milljarðar króna og tekjur greinarinnar urðu 382 milljarðar króna. Af hagnaði er áætlað að tekjuskattur verði 17 milljarðar króna og nettóhagnaður verði því 67 milljarðar króna. Þetta kom fram í greiningu Deloitte á Sjáv­ar­út­vegs­degi Deloitte, SFS og SA, sem hald­inn var í tí­unda sinn í gær. Jón­as Gest­ur Jónas­son, lög­gilt­ur end­ur­skoðandi hjá Deloitte, fór yfir lyk­il­töl­ur árs­ins.

Framlegðin varð 109 milljarðar króna og jókst um 25 milljarða króna frá 2021. Góð loðnuverðtíð hafði veruleg áhrif.

Arðgreiðslur voru 22,5 milljarður króna og hækkuðu um 4 milljarða króna frá fyrra ára.

Sjávarútvegurinn greiddi í fyrra samtals 27,4 milljarða króna í opinber gjöld og voru um 5 milljörðum króna hærri en árið áður. Reiknaðu tekjuskattur er stærstur 13,9 milljarðar króna. Veiðigjöld voru 5,6 milljarðar króna og tryggingargjald er áætlað 7,9 milljarðar króna.

Fjárfestingar voru 31 milljarður króna og jukust um sex milljarða króna. Nærri 30% af framlegðinni runnu til fjárfestinga og voru þær hærri en afskriftir á eignfærðum fjármunum. Bókfært eigið fé var í árslok 374 milljarður króna.

DEILA