Laugardagur 19. apríl 2025

Ný íslensk kvikmynd: tökur á Vestfjörðum

Auglýsing

Verið er þessa dagana að taka upp nýja íslenska kvikmynd sem mun heita Ljósvíkingar. Framleiðandi er Kisi production. Leikstjóri og handritshöfundur er Bolvíkingurinn Snævar Sölvason.

Ingvar Thordarson, framleiðandi sagði í samtali við Bæjarins besta að um væri að ræða kvikmynd í fullri lengd. Framleiðslukostnaður væri um 320 milljónir króna og Kvikmyndasjóður hafi veitt 110 m.kr. styrk.

Ingvar sagði að 98% myndarinnar væri tekin á Vestfjörðum, tvær vikur eru síðan tökur hófust og þær munu standa til 9. nóvember n.k. Myndin verður tilbúin á næsta áriog verður þá send til sýninga á hátíðir erlendis. „Myndin hefur alla burði til þess að verða alþjóðleg“ sagði Ingvar.

Meðal leikara eru Björn Jörundur, Arna Magnea, Helgi Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir og Pálmi Getsson auk fjölmargra í minni hluverkum. Tökur fara fram á Flateyri, Bolungavík, Ísafirði og nágrenni. Á mánudaginn voru t.d. tökur í Tjöruhúsinu á Ísafirði.

Tökukonan Birgit Guðjónsdóttir er komin til Íslands eftir áratugi á erlendum vettvangi kvikmyndagerðar, margverðlaunuð.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir