Mikill verðmunur á umfelgun

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, kannaði verð á umfelgun hjá 35 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að mikil verðmunur getur verið á milli aðila þar kostnaður gat numið allt að 106% við umfelgun á 18 tommu álfelgum undir jeppling. Þá var einnig umtalsverður munur þegar kom að 16 tommu álfelgum undir fólksbíla en hann var mestur í 76%.

Óskað var eftir listaverði án allra afslátta eða sérkjara eins og FÍB-afsláttar, eldri borgara afsláttar o.s.frv. Það skal tekið fram að sum fyrirtækin í könnuninni gefa enga afslætti á þau verð sem gefin eru upp.

Lægsta verðið á umfelgun og jafnvægisstillingu á 16 tommu álfelgum reyndist vera hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 9.763 krónur. Ódýrasta 18 tommu umfelgun og jafnvægisstilling reyndist vera hjá Dekkjasölunni á Dalshrauni í Hafnafirði 12.000 krónur. Dýrasta umfelgun og jafnvægistilling á 16 tommu álfelgun var síðan hjá Bílver ÓS á Hvammstanga, alls 17.380 krónur.

Dýrasta umfelgun og jafnvægistilling á fjórum 18 tommu álfelgum fyrir jepplinga var einnig hjá Bílver Ós á Hvammstanga, alls 24.709 krónur.

Meðalverð á 16 tommu umfelgun var um 12.500 krónur. Meðalverð á 18 tommu umfelgun var um 16.500 krónur. Að meðaltali á milli ára hækkar umfelgunin á fólksbílum (16 tommu) um 9% og á jepplinga (18 tommu) um 5,5%.

Eingöngu var kannað verð á þessari tegund bifreiðaþjónustu. Ekkert var spurt um gæði þjónustunnar og mismunandi þjónustustig. Einvörðungu var miðað við álfelgur enda má gera ráð fyrir því eftir lauslega athugun að álfelgur séu undir um 70% fólksbíla.

Nánar má lesa um þetta á heimasíðu FÍB

DEILA